Skipuleggjendur Druslugöngunnar þurftu fljótlega að loka fyrir innsendingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2024 11:30 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í tólfta skipti. Aðsend Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmana og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið. Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“ Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“
Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira