„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 16:55 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en vildi rautt á andstæðinginn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. „Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira