Böðvar Bragi lék á 64 höggum og sló þar með vallarmet Hólmsvallar. Hann er sem stendur á tíu höggum undir pari og leiðir þar með mótið eftir tvo hringi.
Aron Snær Júlíusson var í forystu eftir fyrsta hring en hann er sem stendur í öðru sæti, aðeins höggi á eftir Böðvari Páli.
Hákon Örn Magnússon er í þriðja sæti á átta höggum undir pari.
Stöðuna á mótinu má sjá á vef Golfsambands Íslands.