Einar Bjarni fór holu í höggi á níundu holunni sem er 138 metra par þrjú hola.
Einar Bjarni lék fyrstu níu holurnar á fjórum höggum undir pari en hann var líka búinn að ná tveimur fuglum, sá fyrri var á fjórðu en sá seinni á þeirri sjöttu.
Þegar þetta er skrifað þá er Einar í öðru sætinu á eftir Magnúsi Yngva Sigsteinssyni úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem lék fyrstu tíu holurnar á fimm höggum undir pari. Fékk fimm fugla og engan skolla á fyrstu tíu holunum. Frábær spilamennska þar.
Það er hægt að fylgjast með skorinu með því að smella hér.