Englendingar á EM en Svíar og Norðmenn þurfa í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 20:30 Lucy Bronze og Fridolina Rolfö eigast við í Gautaborg í kvöld. Vísir/Getty Bæði Svíar og Norðmenn þurfa að fara í umspil um sæti á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Undankeppninni lauk í kvöld þar sem Englendingar og Svíar háðu harða baráttu um beint sæti í lokakeppninni. Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0 EM í Sviss 2025 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Sjá meira
Þó ljóst hafi verið að Ísland væri búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar fyrir leik Íslands og Póllands í kvöld þá var mikil spenna í tveimur riðlum. Í riðli þrjú þurftu Svíar sigur gegn Englendingum til að fara upp fyrir enska liðið en Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins. Svíar tóku á móti Englandi á heimavelli sínum í Gautaborg og fengu færi til að skora markið sem þær þurftu. Það kom hins vegar aldrei og 0-0 jafntefli var niðurstaðan sem dugir Englendingum til að halda öðru sætinu. Svíar þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti á EM og kemur í ljós á föstudaginn hverjir andstæðingar liðsins verða í umspilinu sem spilað verður í haust. Andstæðingarnir koma úr B eða C-deild undankeppninnar. #WEURO2025 bound. 🫶 pic.twitter.com/wonYNg0uGx— Lionesses (@Lionesses) July 16, 2024 Í hinum leik riðilsins komu Írar sér á blað í riðlinum með óvæntum sigri á gríðarsterku liði Frakklands. Frakkar voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir leiki kvöldsins en hefðu misst efsta sætið í hendur Englendinga hefðu enskar náð í sigur gegn Svíum. Frakkar enda því í efsta sæti riðilsins og fara örugglega á EM. Ítalir hentu Noregi í umspil Svipuð staða var í riðli eitt. Þar var hörð barátta á milli Ítalíu, Hollands og Noregs um efstu tvö sætin. Norðmenn tóku á móti Hollandi í Bergen en fyrir leikinn voru Hollendingar efstir í riðlinum með 8 stig en Norðmenn í öðru sæti með 6 stig. Ítalía var einnig með sex stig og tók á sama tíma á móti Finnum í Bolzano. Með sigri gátu Ítalirfarið upp fyrir annað hvort Hollendinga eða Norðmenn í töflunni. 𝐆𝐞𝐤𝐰𝐚𝐥𝐢𝐟𝐢𝐜𝐞𝐞𝐫𝐝! 👏De @oranjevrouwen plaatsen zich voor het EK 2025 na een gelijkspel op Noorwegen (1-1)! pic.twitter.com/KMSMd2Nm5z— KNVB (@KNVB) July 16, 2024 Það var ljóst snemma að Ítalía ætlaði sér að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þær komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Chiara Beccari og Manuela Giugliano og unnu að lokum 4-0 eftir mörk frá Michela Cambiaghi og sjálfsmarki Eva Nyström í seinni hálfleik. Það þýddi að Norðmenn þurftu sigur gegn Hollandi. Markalaust var í hálfleik en á 60. mínútu kom stórstjarnan Caroline Graham Hansen Noregi í 1-0 forystu og þá voru Hollendingar komnir niður í 3. sætið. Það var hins vegar stjarna hollenska liðsins Vivianne Miedema sem tryggði Hollandi sæti á EM með marki á 80. mínútu. Lokatölur 1-1 og því þurfa Norðmenn að fara sömu leið og nágrannarnir frá Svíþjóð ætli þær sér á EM næsta sumar. Úrslitin í undankeppni EM í kvöld: Danmörk - Tékkland 2-0Spánn - Belgía 2-0Írland - Frakkland 3-1Svíþjóð - England 0-0Ítalía - Finnland 4-0Noregur - Holland 0-0Þýskaland - Austurríki 4-0Ungverjaland - Tyrkland 1-4Sviss - Aserbaídjan 3-0Ísrael - Slóvakía 2-2Skotland - Serbía 1-0Norður-Írland - Bosnía og Hersegóvína 2-0Portúgal - Malta 2-0Úkraína - Króatía 2-0Wales - Kósóvó 2-0
EM í Sviss 2025 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu