Sniglarnir taka ekki þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:00 Mynd úr safni. Sniglar mótmæla vegna banaslyss á Kjalarnesi árið 2020. Vísir/Vilhelm Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“ Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“
Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira