Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Boði Logason skrifar 12. júlí 2024 11:54 Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Mynd/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. „Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
„Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira