Egill syrgir brottvísun vina sinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 15:25 Egill segir það óréttlátt að hann fái að ferðast um heiminn að vild fyrir þá tilviljun að hafa fæðst á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira