Olise er 22 ára vængmaður sem steig sín fyrstu skref hjá Reading en hefur verið leikmaður Crystal Palace síðan 2021.
Eftir að Oliver Glasner tók við og umbreytti liðinu á nýafstöðnu tímabili spilaði Olise nítján leiki, skoraði tíu mörk og gaf sex stoðsendingar.
Bayern München er sagt borga sextíu milljónir punda og félagaskiptin munu ganga í gegn mjög fljótlega, ef ekkert kemur upp í læknisskoðuninni.
Michael Olise has arrived in Munich ahead of his medical at Bayern Munich ✈️🔴 pic.twitter.com/Nf6Ha5kSSW
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 7, 2024
Chelsea sýndi honum mikinn áhuga og bauð sambærilega upphæð en Olise kaus að fara frekar til Þýskalands og spila undir stjórn Vincent Kompany.