Frakkar í undanúrslit án þess að skora mark í opnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 10:16 Frakkland er komið í undanúrslit á enn einu stórmótinu. Emin Sansar/Getty Images Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Frakkar hafa ekki enn skorað mark í opnum leik en þeir þurftu vítaspyrnukeppni til að slá Portúgal úr leik. Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17