Heimta aukafund og „myndarlega“ vaxtalækkun Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 10:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ársverðbólga sé nú 5,8 prósent og hafi ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá hafi meginvextir Seðlabanka Íslands verið tvö prósent en hafi síðan hækkað í 9,25 prósent, þar sem þeir hafi nú staðið í tíu mánuði, sem verði að óbreyttu orðnir tólf þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi minnkað um 43 prósent frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Stefnan vinni gegn markmiðum sínum „Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðisverð hafi verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess sé að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hafi samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Afþakka „aumingjalega“ lækkun Í tilkynningunni segir að „aumingjaleg“ stýrivaxtalækkun upp á brot úr prósentustigi væri ekki nóg. Lækka þurfi vexti „myndarlega“ strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það taki langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram, hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. „Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ársverðbólga sé nú 5,8 prósent og hafi ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá hafi meginvextir Seðlabanka Íslands verið tvö prósent en hafi síðan hækkað í 9,25 prósent, þar sem þeir hafi nú staðið í tíu mánuði, sem verði að óbreyttu orðnir tólf þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi minnkað um 43 prósent frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Stefnan vinni gegn markmiðum sínum „Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðisverð hafi verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess sé að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hafi samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Afþakka „aumingjalega“ lækkun Í tilkynningunni segir að „aumingjaleg“ stýrivaxtalækkun upp á brot úr prósentustigi væri ekki nóg. Lækka þurfi vexti „myndarlega“ strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það taki langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram, hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. „Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira