„Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. júní 2024 20:30 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, í baráttunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tindastóll tapaði gegn FH á útivelli 4-1. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, var svekkt eftir leik og ósátt út í dómara leiksins sem var að hennar mati ekki að vernda leikmennina inni á vellinum. „Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira