Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 20:04 Gestirnir, sem mættu í athöfnina við kirkjuna þegar nýja söguskiltið var afhjúpað og heimasíða kirkjunnar var opnuð föstudaginn 21. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar
Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira