Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 11:18 Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. Vísir/Vilhelm Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn. Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn.
Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03
Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31