Åberg með eins höggs forskot Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 10:10 Ludvig Åberg lék á 69 höggum í gær og leiðir mótið á fimm höggum undir pari vísir/Getty Hinn sænski Ludvig Åberg leiðir US Open mótið þegar tveimur umferðum er lokið. Hann lék hring gærdagsins á 69 höggum líkt og heimamaðurinn Bryson DeChambeau en er alls á 135 höggum, höggi minna en næstu þrír kylfingar. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00 Golf Opna bandaríska Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 24 ára Åberg tekur þátt í mótinu en hann veit vel að mótið er ekki auðvelt: „US Open mótið á að vera erfitt. Það á að vera snúið og það á að láta þig reyna á allar hliðar leiksins og mér líður eins og það sé að gerast. En hlutirnir hafa fallið með mér í byrjun og ég vona að ég nái að halda áfram á sömu braut.“ Mótið er líkt og svo oft áður stútfullt af stjörnum sem hafa augastað á að landa sigri og er staðan þétt á toppnum eftir fyrstu tvo hringi. Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, rétt komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti á 145 höggum alls. Augu margra eru á Tiger Woods eins og oft áður. Hann lauk keppni í gær, spilaði á 73 höggum sem dugði honum ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Ótrúlegasta högg gærdagsins átti Francesco Molinari, sem þurfti að fara holu í höggi til að komast í gegnum niðurskurðinn á sinni síðustu holu og gerði sér lítið fyrir og sökkti tæplega 180 metra höggi á par þrír holu beinustu leið ofan í. Francesco Molinari needed a hole-in-one on 18 to make the cut at the US Open. Bang. pic.twitter.com/Y2QCaFqeiI— Barstool Sports (@barstoolsports) June 14, 2024 Bein útsending frá mótinu heldur áfram í dag á Vodafone Sport og hefst útsending kl. 14:00
Golf Opna bandaríska Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira