Fara í saumana á sendiherraskipunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 12:54 Skipanir Bjarna í sendiherrastöður í Róm og Washington mæltist illa fyrir víða. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tekur málið fyrir í dag. vísir/vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15