„Ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur böðull rasista“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 07:31 Vinícius Júnior kom, sá og sigraði bæði á knattspyrnuvellinum sem og í dómsalnum. Mateo Villalba/Getty Images Vinícius Júnior, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, hefur tjáð sig eftir að þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í hans garð á síðustu leiktíð. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira