Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir uppsögn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2024 11:00 Mynd úr safni. Getty Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest. Vinnumarkaður Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest.
Vinnumarkaður Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira