Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:48 Appelsínugular veðurviðvaranir gilda fyrir austurhelming landsins. Ljósmynd þessi var tekin í Mývatnssveit í gær. Daði Lange Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34