Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Bellingham fagnar ásamt móður sinni eftir leikinn gegn Dortmund. Vísir/Getty Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira