„Mér sýnist tölurnar allar stefna í sömu átt. Það falla öll vötn til Dýrafjarðar. Ég tel allar líkur á því að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands, og ég óska henni til hamingju með það,“ sagði Katrín í samtali við Stöð 2.
„Mér sýnist allt stefna í það miðað við þessar tölur. Það er svona ótvíræð sveifla þannig mér sýnist allt stefna í það.“
Þegar þessi frétt er skrifuð er Halla T. með tæplega 33 prósentustig og Katrín með rúmlega 26 prósent.
Líkt og áður segir vill Katrín ekki meina að hún sé að lýsa yfir ósigri. „Ég er bara að horfa á tölurnar og benda á að það stefni í það,“ segir hún.
Katrín segist ekki sjá eftir því að hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þá átti hún erfitt með að segja hvað væri fram undan hjá sér. Framundan séu ný verkefni og nýr vettvangur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verði eitthvað skemmtilegt.“
„Það leggast bara vel í mig. Ég hef alltaf sagt það, það er þjóðin sem velur forsetann og við fylkjum okkur að baki forsetanum þegar hann hefur verið kjörinn.“