Harður stuðingsmaður Real Madrid: „Við elskum þessa keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 13:30 Magnús Dagur Ásbjörnsson hefur aldrei þorað að mæta á úrslitaleik í Meistaradeildinni því liðið hefur alltaf unnið þegar hann er heima í sófa. Hann sá því aldrei Cristiano Ronaldo leiða liðið til sigurs. S2 Sport/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Real Madrid í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Hann segir Real ætla að vinna sína keppni einu sinni enn. Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira