Óttarr og Sigurjón ráðherrar Jóns í stjórnarkreppu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 22:32 „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest,“ sagði Jón Gnarr um hvað hann myndi gera í mögulegri stjórnarkreppu. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti. Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Óttarr Proppé yrði forsætisráðherra og Sigurjón Kjartansson yrði menntamálráðherra. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld, en þar voru frambjóðendurnir spurðir út í hvað þeir myndu gera sem forseti kæmi til stjórnarkreppu. „Ég er með tvo einstaklinga í huga sem ég myndi treysta í þetta. Ég myndi skipa forsætisráðherra Óttarr Proppé. Enginn spurning. Og svo myndi ég gera Sigurjón Kjartansson að menntamálaráðherra vegna þess að ég svona hálflofaði honum því fyrir löngu síðan, og ég veit að hann langar það. Þarna fengi hann tækifæri til þess,“ sagði Jón. „Ég er kominn strax með tvo ráðherra og svo myndum við finna út úr rest.“ Þessir yrðu ráðherrar í utanþingsstjórn í forsetatíð Jóns ef það kæmi stjórnarkreppa.Vísir Einungis örþrifaráð Í kappræðunum voru frambjóðendurnir spurðir hvort það tæki þá langan tíma að skipa utanþingsstjórn og hvort það væri með sérstakt fólk í huga. Halla Tómasdóttir sagði að um væri að ræða heimild sem forsetinn er með en hann eigi ekki að nýta hann nema sem örþrifaráð. „Það tæki mig ekki langan tíma. Mig meira að segja dreymdi um þetta þegar ég var yngri að árum að það væri hægt að ráða í ríkisstjórn, þá eftir hæfni og bakgrunni,“ sagði Halla, sem vildi þó ekki fara að máta einstaka embættismenn við ráðherrastólana í sjónvarpssal. Hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum Arnar Þór Jónsson vísaði til orða Margrétar heitinnar Thatcher. „Hún sagði að það væri hægt að stjórna Bretlandi með fimm góðum mönnum. Five good men. En bætti því við að henni hefði aldrei tekist að finna alla fimm á sama tíma. Þannig það væri örugglega ekki einfalt mál á Íslandi, en örugglega gerlegt.“ Utanþingsstjórn ef ríkisstjórnarleysið væri hamlandi Katrín Jakobsdóttir sagði að sér þætti mikilvægt að forsetinn gæfi þinginu tíma. Hann eigi ekki að hlaupa til svo hann geti myndað utanþingsstjórn. Hún sagði þó að ef staðan væri orðin þannig að „ríkisstjórnarleysið“ væri farið að hamla eðlilegum störfum í stjórnsýslunni þá gæti hún skipað utanþingsstjórn nokkuð hratt og örugglega. Myndi skipa eftir því hvaða hæfni þörf væri á Halla Hrund Logadóttir tók undir með Katrínu. Hún sagði að hún myndi skipa utanþingsstjórn hratt og örugglega ef til þess kæmi, enda myndi það þýða að það lægi á því að fá nýja stjórn. „Ég myndi horfa á hvað væri í gangi í samfélaginu og hvers konar hæfni þyrfti fyrir verkefnin fram undan.“ Lýðræðislegra að skoða kosningar fyrst Baldur Þórhallsson sagði að ef sú staða væri kominn upp að fólk væri farið að íhuga utanþingsstjórn að þá myndi hann sem forseti athuga áhuga þingsins á að boða til nýrra kosninga. Honum þætti það lýðræðislegast. Hins vegar væri hann tilbúinn í ákveðinni stöðu að skipa utanþingsstjórn, en þá þyrfti líka að gera það með vilja þingsins þar sem það þurfi að vinna með ríkisstjórninni. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent