Ætlar að spila á ný þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 07:00 Var í lykilhlutverki áður en hann veiktist illa fyrr á árinu. Foto Olimpik/Getty Images) Kristoffer Olsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, segist ætla að spila fótbolta á nýjan leik þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr fyrr á þessu ári. Eins og Vísir greindi ítarlega frá fyrr á árinu þá veiktist hinn 28 ára gamli Olsson illa og missti meðvitund á heimili sínu seint í febrúar. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með fjölda lítilla blóðtappa í heila og þá í báðum heilahvelum. Var honum haldið í öndunarvél í margar vikur en er nú kominn á stjá og mætti hann á leikinn þar sem Midtjylland varð Danmerkurmeistari í gær, sunnudag. „Mér líður frábærlega. Ég mun spila fótbolta á nýjan leik. Ég get hreyft mig, ég get hlaupið og minnið mitt er gott. Ég finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég var með allskyns slöngur í mér meðan ég var á spítalanum en nú er ég aðeins með þetta litla dót sem hjálpar mér að pissa,“ sagði sænski landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftonbladet. Vores svenske supermand 🖤❤️ pic.twitter.com/QBFvX1cUbA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 27, 2024 „Ég var bókstaflega að deyja. Ég man ekkert eftir því,“ sagði Olsson um fyrstu vikurnar eftir að hann hneig niður á heimili sínu. Olsson á að baki 47 A-landsleiki. Hann vaknaði úr dáinu í apríl og lét sig dreyma um að spila undir lok tímabilsins. Eftir stutt spjall við læknana sem meðhöndluðu hann áttaði hann sig á því að það væri óraunhæft. Hann er hins vegar staðráðinn í að spila aftur á ferlinum og væri vitlaust að veðja gegn þessum þrautseiga miðjumanni. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Eins og Vísir greindi ítarlega frá fyrr á árinu þá veiktist hinn 28 ára gamli Olsson illa og missti meðvitund á heimili sínu seint í febrúar. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með fjölda lítilla blóðtappa í heila og þá í báðum heilahvelum. Var honum haldið í öndunarvél í margar vikur en er nú kominn á stjá og mætti hann á leikinn þar sem Midtjylland varð Danmerkurmeistari í gær, sunnudag. „Mér líður frábærlega. Ég mun spila fótbolta á nýjan leik. Ég get hreyft mig, ég get hlaupið og minnið mitt er gott. Ég finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég var með allskyns slöngur í mér meðan ég var á spítalanum en nú er ég aðeins með þetta litla dót sem hjálpar mér að pissa,“ sagði sænski landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftonbladet. Vores svenske supermand 🖤❤️ pic.twitter.com/QBFvX1cUbA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 27, 2024 „Ég var bókstaflega að deyja. Ég man ekkert eftir því,“ sagði Olsson um fyrstu vikurnar eftir að hann hneig niður á heimili sínu. Olsson á að baki 47 A-landsleiki. Hann vaknaði úr dáinu í apríl og lét sig dreyma um að spila undir lok tímabilsins. Eftir stutt spjall við læknana sem meðhöndluðu hann áttaði hann sig á því að það væri óraunhæft. Hann er hins vegar staðráðinn í að spila aftur á ferlinum og væri vitlaust að veðja gegn þessum þrautseiga miðjumanni.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira