Lowry hástökkvari dagsins og blandar sér í baráttuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 23:16 Shane Lowry lyfti sér upp um 27 sæti með spilamennsku sinni í dag. Michael Reaves/Getty Images Írinn Shane Lowry átti algjörlega ótrúlegan hring á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi er hann lék á níu höggum undir pari í dag. Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira