Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 13:36 Þórir Jóhann Helgason brosti breitt og var vel fagnað af liðsfélögum og stuðningsmönnum eftir markið mikilvæga í dag, sem forðaði Braunschweig endanlega frá falli. Getty/Swen Pförtner Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen. Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum. Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18