Gætu verið einhverjar vikur í næsta gos Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2024 20:09 Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir óvissu ríkja um næstu vendingar á Reykjanesi. Það gætu þó liðið einhverjar vikur fram að næsta gosi. Vísir/Einar Fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir að einhverjar vikur geti verið í næsta eldgos á Reykjanesi. Kvika haldi áfram að safnast saman í Svartsengi en reynslan síni að sífellt meiri þrýsting þurfi til að koma af stað öðru kvikuhlaupi. Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52