Fótbolti

Svein­dís hafði betur gegn Glódísi

Siggeir Ævarsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern en þurfti að sætta sig við að fá á sig tvö mörk og sjá á eftir bikarnum
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern en þurfti að sætta sig við að fá á sig tvö mörk og sjá á eftir bikarnum vísir/Getty

Þær Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen, og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfburg, mættust í úrslitum þýska bikarsins í dag en leikmenn Wolfsburg lyftu bikarnum í tíunda sinn í röð í lok leiks.

Bayern hafði augastað á að vinna tvöfalt en liðið hafði áður tryggt sér þýska meistaratitilinn. Ekkert varð þó úr þeim draumi en Wolfsburg, sem varð í 2. sæti deildarinnar, hefur haft heljartök á bikarnum síðasta áratuginn.

Lokatölur leiksins urðu 2-0 Wolfburg í hag en Sveindís, sem er að stíga upp úr meiðslum, kom inn á á 69. mínútu og hjálpaði til við að sigla sigrinum heim. Glódís lék allan leikinn í vörn Bayern.

Þær stöllur voru báðar í viðtölum eftir leik en brot af því besta úr leiknum ásamt viðtölunum má sjá í klippunni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sveindís bikarmeistari annað árið í röð

Wolfsburg varð í dag þýskur bikarmeistari í fótbolta kvenna, tíunda árið í röð, með því að leggja helstu keppinauta sína í Bayern München að velli, 2-0, í úrslitaleik í Köln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×