Sveitarstjóri í Langanesbyggð segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið.
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabergi miðar vel. Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.