„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 23:30 Jude Bellingham er kominn í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn. getty/Clive Brunskill Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði varamaðurinn Joselu fyrir Real Madrid. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og kom Madrídingum í sinn sjötta úrslitaleik á ellefu árum. „Oft og mörgum sinnum höfum við virst vera dauðir og grafnir en við gefumst aldrei upp. Það er ástæða fyrir því að við snúum svona mörgum leikjum okkur í hag, það er vegna stuðningsmannanna. Þeir gefa okkur orku sem þú færð hvergi annars staðar,“ sagði Bellingham eftir leikinn. Hann segir Real Madrid staðráðið að vinna enn einn Evrópumeistaratitilinn þegar liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitaleiknum á Wembley 1. júní. „Þeir tala um hvernig þeir unnu fjórtánda titilinn, hvernig þeir vilja vinna þann fimmtánda. Þú ert aldrei saddur,“ sagði Bellingham og lýsti andrúmsloftinu í leikmannahópi Real Madrid. „Okkur líður eins og fjölskyldu, leikmönnum og stuðningsmönnum.“ Enski landsliðsmaðurinn hlakkar til að mæta gamla liðinu sínu, Dortmund, í úrslitaleiknum. „Á Wembley, gegn Dortmund, það verður skrítið. Ég trúi því ekki. Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld,“ sagði Bellingham. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði varamaðurinn Joselu fyrir Real Madrid. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og kom Madrídingum í sinn sjötta úrslitaleik á ellefu árum. „Oft og mörgum sinnum höfum við virst vera dauðir og grafnir en við gefumst aldrei upp. Það er ástæða fyrir því að við snúum svona mörgum leikjum okkur í hag, það er vegna stuðningsmannanna. Þeir gefa okkur orku sem þú færð hvergi annars staðar,“ sagði Bellingham eftir leikinn. Hann segir Real Madrid staðráðið að vinna enn einn Evrópumeistaratitilinn þegar liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitaleiknum á Wembley 1. júní. „Þeir tala um hvernig þeir unnu fjórtánda titilinn, hvernig þeir vilja vinna þann fimmtánda. Þú ert aldrei saddur,“ sagði Bellingham og lýsti andrúmsloftinu í leikmannahópi Real Madrid. „Okkur líður eins og fjölskyldu, leikmönnum og stuðningsmönnum.“ Enski landsliðsmaðurinn hlakkar til að mæta gamla liðinu sínu, Dortmund, í úrslitaleiknum. „Á Wembley, gegn Dortmund, það verður skrítið. Ég trúi því ekki. Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld,“ sagði Bellingham.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47