Það sem gerði þennan leik svo sérstakan er gríðarlegur rigningarskúr sem varð til þess að gera þurfti langt hlé á leiknum.
Dómari leiksins byrjaði ekki seinni hálfleikinn á meðan rigndi svona mikið og völlurinn var næstum því einn stór pollur.
Seinni hálfleikurinn hófst því ekki fyrr en um fjörutíu mínútum eftir að hann átti að byrja.
Staðan var orðin 5-1 fyrir Rosengård í hálfleik. Momoko Tanikawa (2 mörk), Mai Kadowaki, Olivia Schough og Caroline Seger skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum.
Olivia Holdt skoraði sjötta markið og eina markið sem var skorað eftir þetta langa hlé.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård.
Sigurinn skilar Rosengård á topp deildarinnar með tólf stig af tólf mögulegum og fimmtán mörk í plús.
Damallsvenska matchen uppskjuten efter regnkaos https://t.co/kh5xRr2iFq
— Sportbladet (@sportbladet) May 5, 2024