„Ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2024 20:50 Þróttarkonur steinlágu fyrir Söndru Maríu Jessen sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. VÍSIR/VILHELM Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Þrótti í Boganum í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og má til með að brosa. „Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu. Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
„Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu.
Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira