Drakk átta bjóra fyrir beina útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:30 Peter Schmeichel og Jadon Sancho virtust hafa gaman af látunum í Jamie Carragher sem var bersýnilega búinn að fá sér nokkra bjóra. Skjáskot/@cbssportsgolazo Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu. Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira