Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 09:14 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“ Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“
Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46