Rangnick hafnar Bayern München Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:32 Ralf Rangnick ætlar að halda áfram með austurríska landsliðið. Getty/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM. Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30
Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30