Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 12:08 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, og Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. Vísir/Vilhelm Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís. Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira