Eitruð blanda þegar spilling og skipulagsmál fara saman Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 08:44 Ásdís Hlökk segir nauðsynlegt að kafa dýpra ofan í niðurstöður hennar um spillingu í skipulagsmálum. Vísir/Vilhelm Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar. „Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin. Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent