Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 20:31 Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira