Innlent

Fylgi forsetaframbjóðenda, mót­mæli Grind­víkinga og ein­hverfa barna

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12:00. vísir

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. Katrín Jakobsdóttir er með marktæka forystu. Sjö komma fjögurra prósentustiga munur er á fylgi hennar og Baldurs Þórhallssonar.

Við höldum áfram umfjöllun um einhverfu barna. Verkefnastjóri Einhverfusamtakanna segir skólaforðun einhverfra barna kerfislægt vandamál og bendir á að opin rými séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör.

Þá förum við á Alþingi en þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu áhyggjum af stöðu húsnæðismála þar í morgun auk þess sem við fjöllum um mótmælafund Grindvíkinga sem fram fer klukkan 17:00 í dag.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um úrslitakeppni í körfuboltanum og árangur liða í meistaradeild Evrópu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 18. apríl 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×