Arteta segir að sigur á Bayern myndi breyta Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:01 Mikel Arteta er sannfærður um að Arsenal gæti breytt miklu fyrir félagið með því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AP/Matthias Schrader Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld myndi breyta öllu fyrir félagið. Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira