Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 17:42 Fagnaðarlætin voru skiljanlega gríðarleg. Andreas Rentz/Getty Images Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira