Veðrið sett strik í reikninginn í Gergíufylki í gær. Það þurfti að seinka upphafi mótsins og það varð síðan til þess að ekki tókst að klára daginn.
Tiger Woods er í hópi þeirra kylfinga sem eiga eftir að spila holur frá fyrsta hring. Woods náði bara að klára þrettán holur en lék þær á einu höggi undir pari.
Daninn Nicolai Höjgaard á eftir að spila þrjár holur en hann er á fimm höggum undir pari og situr í þriðja sætinu á eftir þeim Bryson DeChambeau (-7) og Scottie Scheffler (-6) sem kláruðu báðir hringinn í gær.
Kylfingarnir byrja ekki bara daginn snemma því útsendingin frá Mastersmótinu byrjar líka snemma. Útsending hefst klukkan 11.45 á Stöð 2 Sport 4.