Stjóri Dortmund bað um sjálfu með Del Piero Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 15:30 Brostu! Edin Terzic tekur sjálfu með Alessandro Del Piero. Knattspyrnustjórar stærstu liða heims eru í grunninn fótboltaáhugamenn sem eiga sínar hetjur eins og kom í ljós eftir leik Atlético Madrid og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05