Átti Arsenal að fá víti? „Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Bukayo Saka vildi fá vítaspyrnu þegar hann taldi Manuel Neuer brjóta á sér, en dómari leiksins ákvað að dæma ekkert. Getty/Stuart MacFarlane Afar umdeilt atvik varð í lok leiks Arsenal og Bayern München í Meistararadeild Evrópu í gærkvöld en deilt er um hvort dæma hefði átt vítaspyrnu á Manuel Neuer, markvörð Bayern. Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00