Mættu með unglingaliðið og gengu af velli í bikarúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2024 07:01 U(nglingalið Fenerbache gengur af velli. Serhat Cagdas/Anadolu via Getty Images Galatasaray varð í gær tyrkneskur bikarmeistari í fótbolta. Það er þó ekki hægt að segja að liðið hafi unnið hefðbundinn sigur í bikarúrslitaleiknum. Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari. Tyrkneski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari.
Tyrkneski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira