Skiptar skoðanir á útspili Katrínar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. apríl 2024 22:36 María, Brynhildur, Sigurður og Guðjón höfðu sitt að segja um forsetaframboð forsætisráðherra og nýja ríkisstjórnarskipan. Vísir Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira