Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 15:33 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með lið Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1 Þýski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1
Þýski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira