Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 15:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira