Sumarið þar sem þjálfararáðningar munu toppa leikmannakaup Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2024 07:00 Þessir tveir Þjóðverjar verða atvinnulausir í sumar. Robin Jones/Getty Images Þrjú af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu og jafnvel heimsins verða í þjálfaraleit í sumar. Munu ráðningar Liverpool, Barcelona og Bayern München á nýjum þjálfara eflaust toppa nær öll leikmannaskipti sumarsins nema þá ef til vill ef Kylian Mbappé fer loks til Real Madríd. Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti