„Galið að fara svona með opinbert fé“ Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 11:43 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri i Hafnarfirði segir galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. vísir/vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Höllu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa. „Þetta rann ekki beint smurt í gegn. En það var augljóst að það var búið að ákveða að svona yrði þetta fyrir fundinn. Það var ekkert hlustað á okkur þegar við hreyfðum við mótmælum,“ segir Rósa. Illa farið með fé almennings Vísir greindi frá því í morgun að SÍS hafi gert samning við Höllu Gunnarsdóttur um að hún myndi setja saman ferla sem gangi út á að taka við kvörtunum vegna „kjörinna áreitara og ofbeldisseggja,“ eins og segir í bréfi Höllu þar sem hún lýsir því hvað hún ætli að gera og hvað hún fái greitt. Hún segist vilja fá 23 þúsund krónur á tímann, aðstoðarmann og skrifstofuaðstöðu hjá sambandinu. Rósa segir að svona nokkuð sé hægt að vinna með miklu hagkvæmari hætti. „Það er verið að ætla alltof háa upphæð í þetta og tíma. Það er galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. Og það er galið að fara svona með peninga almennings.“ Lyktar af pólitískri fyrirgreiðslu Rósa segir að til standi að greiða þennan reikning með fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem sé sérstakt. „Þarna er illa farið með fé skattgreiðenda. Það hversu ákveðið þetta fór í gegn ber í mínum huga dám af pólitískri fyrirgreiðslu. Það er galið að fara svona með fjármuni. Og tíminn sem ætlaður er í þetta, hann bara stenst ekki.“ Rósa segir þetta ekki í nokkru samhengi við það sem hún þekki af svipuðum málum. „Heima í héraði hefði maður fengið mannauðsstjóra og/eða öfluga sviðstjóra til að vinna svona mál. Ég man ekki eftir svona upphæðum þegar maður hefur þurft á aðkeyptri ráðgjöf að halda.“ Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kynferðisofbeldi Rekstur hins opinbera Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
„Þetta rann ekki beint smurt í gegn. En það var augljóst að það var búið að ákveða að svona yrði þetta fyrir fundinn. Það var ekkert hlustað á okkur þegar við hreyfðum við mótmælum,“ segir Rósa. Illa farið með fé almennings Vísir greindi frá því í morgun að SÍS hafi gert samning við Höllu Gunnarsdóttur um að hún myndi setja saman ferla sem gangi út á að taka við kvörtunum vegna „kjörinna áreitara og ofbeldisseggja,“ eins og segir í bréfi Höllu þar sem hún lýsir því hvað hún ætli að gera og hvað hún fái greitt. Hún segist vilja fá 23 þúsund krónur á tímann, aðstoðarmann og skrifstofuaðstöðu hjá sambandinu. Rósa segir að svona nokkuð sé hægt að vinna með miklu hagkvæmari hætti. „Það er verið að ætla alltof háa upphæð í þetta og tíma. Það er galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. Og það er galið að fara svona með peninga almennings.“ Lyktar af pólitískri fyrirgreiðslu Rósa segir að til standi að greiða þennan reikning með fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem sé sérstakt. „Þarna er illa farið með fé skattgreiðenda. Það hversu ákveðið þetta fór í gegn ber í mínum huga dám af pólitískri fyrirgreiðslu. Það er galið að fara svona með fjármuni. Og tíminn sem ætlaður er í þetta, hann bara stenst ekki.“ Rósa segir þetta ekki í nokkru samhengi við það sem hún þekki af svipuðum málum. „Heima í héraði hefði maður fengið mannauðsstjóra og/eða öfluga sviðstjóra til að vinna svona mál. Ég man ekki eftir svona upphæðum þegar maður hefur þurft á aðkeyptri ráðgjöf að halda.“
Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kynferðisofbeldi Rekstur hins opinbera Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira